Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokið

25.02.2013

Ársþing Siglingasambands Íslands fór fram laugardaginn 23. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Á þessu ári eru 40 ár liðin frá stofnun sambandsins og í ræðu Úlfs Hróbjartssonar formanns SÍL kom fram að þó að margt hefði áunnist í starfsemi siglingaíþrótta á þessum 40 árum þá stæði íþróttin enn frammi fyrir stórum áskorunum, ekki síst í aðstöðumálum. 

Úlfur minntist einnig á að rekstur sambandsins væri erfiður og framundan væri átak til að rétta hann við og safna fé til nýrra átaksverkefna.  Á þinginu voru samþykktar nokkuð viðamiklar breytingar á lögum sambandsins.  Ársskýrslu sambandsins má nálgast með því að smella hér.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.