Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

06.02.2013

Lífshlaupið var sett í sjötta sinn í morgun í Flataskóla í Garðabæ. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri Flataskóla fluttu ávörp og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreysti ásamt nemendum Flataskóla.

Í einstaklingskeppni Lífshlaupsins náðu 14 einstaklingar að hreyfa sig í 335 daga samfelt og fjórir af þeim tóku við viðurkenningarskjali og platínumerki við opnun Lífshlaupsins í dag. Þeir eru Lísbet Grímsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Hlöðver Örn Vilhjálmsson og Bjarni Kr. Grímsson.

Í dag byrjar nýtt Lífshlaupsár sem stendur til 4. febrúar 2013. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um eintaklingskeppni Lífshlaupsins.

Enn er hægt að skrá vinnustaði, skóla, lið og liðsmenn til leiks inn á heimasíðu Lífshlaupsins. 

Myndir með frétt