Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Vel sóttur hádegisfundur

18.01.2013

Sameiginlegur hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ var vel sóttur, en hann bar yfirskriftina Styrkur íþrótta. Þar skýrði Dr. Viðar Halldórsson frá niðurstöðum rannsókna Rannsókna og greiningar og bar saman niðurstöður ólíkra þátta sl. 20 ár og samspil þeirra við íþróttaiðkun. Í fyrirlestrinum kom fram að íþróttaþátttaka unglinga í skipulögðu íþróttastarfi hefur tvöfaldast á 20 ára tímabili, um 85% iðkenda eru mjög ánægðir með félagið sitt og þjálfarann og almennt eru unglingar ánægðir með þá íþróttaaðstöðu sem þeim stendur til boða. Þá kom fram að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur mun meira forvarnargildi en þátttaka í óskipulögðu starfi þ.e.a.s. starfi sem ekki er innan íþróttahreyfingarinnar.

Íris Mist Magnúsdóttir ræddi um sinn fimleikaferil, frá því að hún var barn og til dagsins í dag. Í hennar fyrirlestri kom m.a. fram hvað hugarfar skiptir miklu máli og mikilvægi þess að hafa gaman og geta notið þess sem maður er að gera í íþróttinni. 

Að lokum kom Daði Rafnsson yfirþjálfari knattspyrnudeildar Breiðabliks og sagði frá því hvernig félaginu gengur að vinna með stóra hópa bæði innan vallar og utan og sinna börnum á mismunandi getustigum.

Fyrirlestrana er hægt að nálgast hér

 

Myndir með frétt