Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Bjarni og Vala í Heiðurshöll ÍSÍ

08.01.2013Þann 29. desember síðastliðinn var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í annað sinn.  Bjarni Ásgeir Friðriksson júdókappi og Vala Flosadóttir stangarstökkvari voru útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ en þar fyrir var Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður sem útnefndur var fyrstur allra í Heiðurshöllina á 100 ára afmæli ÍSÍ 28. janúar sl.  
Bjarna og Völu þarf vart að kynna en þau eru bæði verðlaunahafar í sinni íþrótt á Ólympíuleikum ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á mótum,  bæði innanlands sem utan.  Bæði áttu þau afar farsælan keppnisferil og eru miklar fyrirmyndir.
Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri af þeim Völu, Vilhjálmi og Bjarna.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Völu og Bjarna innilega til hamingju með útnefninguna.