Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum!

17.12.2012

Þrekraunir er nafn á samnorrænu verkefni þar sem  7. og 8. bekkir grunnskóla Norðurlandanna keppa í hinum ýmsu íþróttaæfingum og færa niðurstöður inn á vef verkefnisins sem finna má á nordicschoolsport.com.  Íþróttakennarar skólanna hafa veg og vanda að framkvæmd verkefnisins þannig að tryggt sé eins og hægt er að allir framkvæmi æfingarnar með sama hætti.

10 bekkir frá Íslandi tóku þátt í verkefninu í ár og hlaut 8. bekkur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fyrstu verðlaun í flokki 8. bekkja.  Verðlaunin eru kr. 7.500.- danskar krónur.  Þetta er frábær árangur hjá nemendunum á Fáskrúðsfirði og er þeim og kennurum óskað til hamingju með árangurinn.  Það er von ÍSÍ að enn fleiri bekkir taki þátt að ári og verði þar með þátttakendur í skemmtilegu verkefni sem hvetur til hreyfingar, líkamshreysti og skemmtunar.