Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Íþróttamaður ársins 2012

07.12.2012Laugardaginn 29. desember nk. fer fram hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem Íþróttamaður ársins 2012 verður kjörinn.  Líkt og áður verða viðurkenningar afhentar til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2012 í sérgreinum íþrótta en í tengslum við 100 ára afmælisár ÍSÍ má búast við fleiri dagskrárliðum að þessu sinni auk þess sem að hófið verður fjölmennara en áður.

Hóf fer fram í Gullhömrum í Grafarvogi og mun hefast kl. 18:00.  Boðsbréf vegna hófsins verða send út á næstu dögum og er nauðsynlegt að staðfesta mætingu þar sem búast má við fjölmennri þátttöku.

Verður þetta í átjánda sinn sem þessir aðilar standa að sameiginlegri hátíð fyrir íþróttafólk og íþróttaforystu með stuðningi Ólympíufjölskyldu ÍSÍ.