Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

ÍF - Frjálsíþróttakynning fyrir 8-12 ára börn

05.12.2012

Fimmtudaginn 6. desember næstkomandi mun Frjálsíþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra standa að frjálsíþróttakynningu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Kynningin hefst kl. 16:00 og er fyrir börn sem eru aflimuð og/eða með CP.

Landsliðsþjálfari ÍF, Kári Jónsson og Ásta Katrín Helgadóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari munu stýra kynningunni en þau voru m.a. þjálfarar Ísland á Ólympíumóti fatlaðra í London þar sem Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir náðu bæði frábærum árangri.  Íþróttasamband fatlaðra hvetur foreldra og forráðamenn viðkomandi barna til að fjölmenna á kynninguna og njóta þar leiðsagnar tveggja af fremstu frjálsíþróttaþjálfurum fatlaðra.