Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Málþing um konur og íþróttir

19.11.2012Málþing um konur og íþróttir var haldið í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 17. nóvember. Um var að ræða tvö boðsþing þar sem umræðuefnið á fyrra þinginu var konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar og á því síðara var rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Helga Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjórn EHF, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður fimleikasambandsins og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ ávörpuðu þingin.

Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni  og komu með tillögur að úrbótum, leiðum og verkefnum.

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að halda þingin.

Myndir með frétt