Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Gullmerki Lífshlaupsins

12.10.2012Sautján einstaklingar hafa náð þeim frábæra árangri að fá gullmerki Lífshlaupsins. Þriðjudagurinn 9. október var fyrsti dagurinn sem þátttakendur í einstaklingskeppninni gátu unnið sér inn gullmerki. Til þess að vinna sér inn gullmerki þarf að skrá inn á vef Lífshlaupsins 30 mínútna hreyfingu í samtals 252 daga eða níu mánuði. Nú þegar hafa 172 einstaklingar unnið sér inn silfurmerki og 425 bronsmerki.

Hægt verður að vinna sér inn öll merki Lífshlaupsins allt Lífshlaupsárið, en það stendur frá 1. febrúar 2012 til 5. febrúar 2013. Enn er hægt að skrá sig til leiks. Nánari upplýsingar um einstaklingkeppni Lífshlaupsins og skráningu er að finna hér.