Fyrirlestur um Barna- og unglingastefnu ÍSÍ í Þingeyjarsveit
12.10.2012
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ var með fyrirlestur um stefnu ÍSí í barna- og unglingaíþróttum í Stórutjarnaskóla mánudaginn 8. október síðastliðinn. Fyrirlesturinn var í samstarfi við HSÞ og forystumenn skólans. Í lok fyrirlesturs var opnað fyrir umræður og var mikið rætt um stefnuna, gildi hennar og virkni. Einnig var rætt um íþróttalíf í héraði, möguleika og áherslur. Þetta var annar fyrirlesturinn sem ÍSÍ og HSÞ hafa boðið upp á innan starfssvæðis HSÞ á haustdögum, sá fyrri var á Kópaskeri í september síðastliðnum.
Allar frekari uppl. um barna- og unglingastefnu ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.