Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn

23.06.2012

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 23. júní, ár hvert. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tók þetta verkefni lengra í ár og skipulagði í samstarfi við sambands- og samstarfsaðila sína heila viku af íþróttatengdum viðburðum, Ólympíuviku ÍSÍ. Meðal þess sem í boði var í Ólympíuvikunni var strandblak, skylmingar, bogfimi, frjálsar íþróttir, keila, Knattþrautir KSÍ, Sunddagar SSÍ, Golfdagur GSÍ og margt fleira.

Mörg Frístundaheimili og íþróttafélög tóku virkan þátt og voru með ólympíuþema í sínu starfi alla vikuna, litlu ólympíuleikarnir voru m.a. haldnir á tveimur stöðum í dag þar sem krakkar prófuðu pokahlaup, minigolf, hóplangstökk og margt annað. Í vikunni heimsóttu ólympíufarar okkar og afreksíþróttafólk fjölmarga staði við góðan orðstýr. Spurningarnar í þessari viku til afreksíþróttafólks okkar hafa verið margar og skemmtilegar. Eiginhandaráritanir hafa verið skrifaðar og myndir teknar.
Ólympíuvika ÍSÍ var sannarlega vettvangur til þess að veita krökkum tækifæri að kynnast ólympísku gildunum og kynnast ólympíuförum okkar.