Málþing um íþróttir og andlega heilsu

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, standa Úkraínska Knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir sameiginlegum viðburði um íþróttir og andlega heilsu fimmtudaginn 9. október 2025 frá 12:30 - 15:00 í fundarsölum ÍSÍ á 3. hæð, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Viðburðurinn, sem er öllum opinn, er samstarf tveggja þjóða sem mætast síðan á knattspyrnuvellinum í undankeppni HM 2026. Áherslan verður á hvernig íþróttir geta stuðlað að bættri andlegri heilsu, aukið seiglu og veitt von – bæði innan leikvangsins og í samfélaginu.