Samþykki um uppflettingu í sakaskrá
Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá árinu 2021 í grein 5.a. um starfsskilyrði í íþróttahreyfingunni segir; Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og sem launþegar. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Í sömu lögum er íþróttafélögum gefin heimild til þess að sækjast eftir upplýsingum úr sakaskrá starfsfólks og sjálfboðaliða, hvað varðar þessi atriði, að fengnu skriflegu leyfi þeirra.
Upplýsingar úr sakaskrá ættu ávallt að vera sóttar við nýráðningu starfsmanns eða sjálfboðaliða og endurnýja reglulega.
Hérer að finna leiðbeiningar frá Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um um öflun upplýsinga úr sakaskrá.