Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Jafnréttismál

Innan íþróttahreyfingarinnar er mikilvægt að jafnréttis í sem víðustum skilningi sé gætt. ÍSÍ hefur í samstarfi við Jafnréttisstofu útbúið „Jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög“.

Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna og vinna gegn mismunun. Áætlunin er formlega samþykkt skjal þar sem fram koma markmið og aðgerðir til að ná þeim.

Jafnréttisáætlunina er öllum sambandsaðilum og íþróttafélögum innan ÍSÍ heimilt að nota og hvetur ÍSÍ allar einingar innan sinna vébanda til að innleiða áætlunina og vinna markvisst að jafnrétti í íþróttum.

Jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög  (niðurhal).


Jafnréttisáætlunin var síðast uppfærð og staðfest af  ÍSÍ og Jafnréttisstofu í nóvember 2024.