Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

Hádegisfundir

Hádegisfundir eru haldnir reglulega, yfirleitt í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Fundirnir eru öllum opnir og gestum að kostnaðarlausu. 

Fleiri upptökur hádegisfunda er hægt að nálgast á Vimeo-síðu ÍSÍ sem er hér.



 2018

25. janúar: Snemmbær afreksþjálfun barna

Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskólinn í Reykjavík stóðu í sameiningu fyrir íþróttaráðstefnu í tengslum við Reykjavíkurleikana 2018. 

Dr. Viðar Halldórsson fjallar í erindi sínu um þann eftirtektarverða árangur sem íslenskt íþróttafólk hefur náð á undanförnum misserum. 

Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir fjallar um mikilvægi svefns, hvaða áhrif svefn hefur á líðan og frammistöðu íþróttafólks.

Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt í íþróttafræði í HR, fjallar um sérhæfingu í íþróttum og mikilvægi þess að ungt íþróttafólk geti æft fleiri en eina íþróttagrein.

Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri FSÍ fjallar um breytingar á umhverfi fimleikafólks með auknu framboði fimleikagreina.

Daði Rafnsson knattspyrnuþjálfari talar um að þrátt fyrir góðan árangur þá væri rými fyrir bætingar.

Ráðstefnuna má sjá á Vimeo-síðu ÍSÍ:


Fyrri hluti

Seinni hluti




23. mars: Af hverju íþróttamælingar ?

Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fór yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ. Af hverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin? Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram?



2017

18. maí: Íslenska íþróttaundrið

Dr. Viðar Halldórsson kynnti rannsókn sína á því hvers vegna íslensk A-landslið í hópíþróttum hafa náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi sl. ár og raun ber vitni. 

Góð mæting var á hádegisfundinn og ágætar umræður sköpuðust. Í lok fundar bauðst fundarmönnum að kaupa nýútkomna bók Viðars: Sport in Iceland. How Small Nations Achieve International Success.

Fundinn má sjá hér í heild sinni á Vimeo-síðu ÍSÍ.



 
 
 
 
 

21. ágúst: Andlegi þátturinn mikilvægur

Þrefaldur Ólympíumeistari í skotfimi, Ítalann Niccolo Campriani, og unnusta hans, Petra Zublasing, sem er margfaldur heims- og Evrópumeistari, héldu fyrirlestur um markmiðasetningu og æfingar afreksíþróttafólks. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólanum í Reykjavík og var samvinnuverkefni Skotfélags Reykjavíkur, HR og ÍSÍ. Góð mæting var á fyrirlesturinn, en hann átti erindi við allt íþróttafólk óháð íþróttagrein.

RÚV tók viðtal við þau Niccolo og Petru sem má sjá hér. 


2016

27. apríl: Átröskun og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks.
 
Petra Lind Sigurðardóttir kynnir niðurstöður meistaraverkefnis síns frá Háskólanum í Reykjavík um átröskun og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks.
 
Nálgast má upptöku fundarins hér



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


25. maí: Jafnrétti til sigurs - Íþróttir án hinsegin fordóma.

Fyrirlesari er María Helga Guðmundsdóttir karatekona. 

Nálgast má upptöku fundarins r

2015

9. janúar: Notkun fæðubótarefna og ólöglegra efna.

Dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur kynnir niðurstöður framhaldsskólarannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Lyfjaeftirlit ÍSÍ. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að notkun fæðubótarefna og ólöglegra lyfja tengist íþróttaiðkun en neysla þeirra er fyrst og fremst á meðal þeirra sem stunda íþróttir utan íþróttafélaga.

 
 
 
 
 






12. desember: Hagræðing úrslita.

Fyrirlesarar eru þeir Pétur Hrafn Sigurðsson deildarstjóri hjá Íslenskri Getspá og Þorvaldur Ingimundarson starfsmaður KSÍ. Pétur Hrafn beinir sjónum sínum að umfangi og aðferðum veðmála í íþróttum og Þorvaldur segir frá stöðu mála hér á landi og takmarkaða löggjöf bæði hjá íþróttahreyfingunni og í íslenskri sakarlöggjöf gegn þessari vá.

Nálgast má upptöku fundarins hér

2014

5. nóvember: Erfið foreldrasamskipti.

Dr. Margrét Sigmarsdóttir uppeldissálfræðingur, fjallar um erfið foreldrasamskipti og leiðir til að gera samskiptin árangursríkari.

Fyrirlestur - Dr. Margrét Sigmarsdóttir



 


4. desember: Fjölmiðlamál.

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, fer yfir hlutverk fjölmiðlafulltrúa sérsambands/félags og mikilvægi þess að nýta samskiptamiðlana til að koma fréttum á framfæri og Viðar Garðarsson, formaður ÍHÍ og fjölmiðlamaður, fjallar um gerð fréttatilkynninga og fleira.

Fyrirlestur - Ómar Smárason

Fyrirlestur - Viðar Garðarsson

2013

17. janúar: Styrkur íþrótta.

Dr. Viðar Halldórsson, Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu og Daði Rafnsson fjalla um styrk íþrótta frá þeirra sjónarhorni.

Fyrirlestur - Dr. Viðar Halldórsson

Fyrirlestur - Íris Mist Magnúsdóttir

Fyrirlestur - Daði Rafnsson




 

 


9. apríl: Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum.

Dr. Skúli Skúlason formaður Lyfjaráðs ÍSÍ fer yfir söguna, m.a. um lyfjamisnotkun í Austur-Þýskalandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lyfjamisferli Lance Armstrong. 

Fyrirlestur - Dr. Skúli Skúlason

Hér á Vimeo-síðu ÍSÍ.



2012

13. desember: Getuskipting í íþróttum.

Vanda Sigurgeirsdóttir knattspyrnuþjálfari og lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna fjalla um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum.

Fyrirlestur - Siggi Raggi

Fyrirlestur - Vanda Sigurgeirsdóttir og hér á Vimeo-síðu ÍSÍ.