Farsæld barna
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Lögin eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi.
Börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið í heilsugæslu, skóla eða félagsþjónustu. Þar geta þau fengið aðstoð við að sækja viðeigandi þjónustu, án hindrana, á öllum þjónustustigum. Í flóknari málum hafa börn og foreldrar aðgang að málstjóra hjá félags- þjónustu eða þar sem þarfir barns liggja hverju sinni.
Starfsfólki, sem vinnur með og fyrir börn, ber að vinna saman að farsæld þeirra. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, félagsþjónustu, íþrótta, tómstunda eða heilbrigðisþjónustu hefur fengið aukna ábyrgð sem felur í sér að koma auga á aðstæður barna og bregðast við strax er þörf er á.
Hér er um að ræða boð um samþættingu þjónustu fyrir foreldra og börn sé þess óskað. Samþætting kemur ekki í veg fyrir að foreldrar sæki sjálfir þjónustu fyrir börn sín. Markmiðið með farsældarlögunum er að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur svo þau fái notið þeirrar aðstoðar sem þau eiga rétt á um leið og þess gerist þörf.
Tilgangur löggjafarinnar er að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og séu ekki send á milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Börn eiga rétt á að segja sína skoðun um þau málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og þau sem veita þjónustu eiga að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska.
Útgangspunkturinn í öllu sem við gerum á að vera barnið og hagsmunir þess. Hér má sjá stutt kynningarmyndband um farsældarlögin.
Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum.
Hér má sjá stutt kynningarmyndband um stigskiptingu þjónustu.
Tengiliður farsældar skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og hefur hann viðeigandi þekkingu til að vera innan handar og aðstoða við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið
Hér má sjá stutt kynningarmyndband um tengilið farsældar.
Málstjóri farsældar hefur meðal annars það hlutverk að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við forelda og barn. Hér má sjá stutt kynningarmyndband um málstjóra farsældar.
Allt efnið er hægt að nálgast í íslensku, ensku og pólsku.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Barna-og fjölskyldustofu og á heimasíðunni farsæld barna.