Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Ólympíudagurinn

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin (IOC) stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.

Hér á landi hefur Ólympíudagurinn verið haldinn hátíðlegur. ÍSÍ hvetur sérsambönd, íþrótthéruð, íþróttafélög, frístundaheimili, skóla, leikskóla og sumarnámskeið til þess að taka þátt í deginum. Hugmyndin er til dæmis sú að íþróttafélög geti nýtt daginn til þess að kynna sínar íþróttagreinar eða íþróttafélagið í bland við fræðslu um Ólympíuhreyfinguna. Þetta er einnig tilvalið til þess að nýta á sumarnámskeiðum félaganna. Hægt er að velja sér fyrirkomulag sem hentar, allt frá því að vera með einn dag sem Ólympíudag eða heila viku sem Ólympíuviku. Æskilegt er að halda upp á Ólympíudaginn í kringum 23.júní, en það er valfrjálst. 

Framkvæmd og tilhögun Ólympíudagsins fer algjörlega eftir hvað hentar hverjum og einum, en mótaðar hafa verið ákveðnar hugmyndir um hvað hægt er að gera.

Hugmyndir um tilhögun Ólympíudagsins.

Hér má lesa meira um Ólympíuhreyfinguna.

Bókina Hraðar, hærra, sterkar má nálgast hér.