Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Bjartur lífsstíll 60+

Bjartur lífsstíll leggur áherslu á markhópinn 60 ára og eldri (60+).

Verkefnastjórar hafa stofnað stýrihópa í sérhverju sveitarfélagi á Íslandi og myndað tengsl við lykilstarfsfólk sem kemur að heilsueflingu fyrir 60+. Samvinna verkefnastjóra og lykilstarfsmanna felst í því að skima stöðu sveitarfélagsins, þ.e. hvað er í boði til að efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu eldra fólks.

Verkefnastjórar veita þjálfurum aðstoð, ef með þarf, varðandi hreyfiúrræði. Lesa má nánar um verkefnið inn á heimasíðu Bjarts lífsstíls.

Unnið er að því að birta flest ef ekki öll hreyfiúrræði allra sveitarfélaga á einum stað, á skilvirkan og sjálfbæran máta, inn á Island.is

 

Verkefnastjórar heilsueflingar 60+

Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari, starfsmaður Landssambands eldri borgara (LEB).

Margrét Regína Grétarsdóttir, íþróttafræðingur og starfsmaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).

 

Heimasíðan er www.bjartlif.is

Netfang - bjartlif@isi.is

Sími - (+354) 514 4000