Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
23.03.2018 - 24.03.2018

Ársþing FRÍ 2018

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
21

19.06.2013

Ólympíudagurinn haldinn í vikunni 24.- 28. júní

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega ólympíudaginn út um allan heim þann 23. júní. Þann dag árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Heimasíða viðburðarins er www.olympiuleikar.com
Nánar ...
18.06.2013

Hið vinsæla sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ framundan

Sumarfjarnam 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst á næstu vikum og stendur skráning yfir. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár, margir sem sjá sér hag í því að taka þetta nám á sumrin. Sumarið 2012 voru 43 nemendur/þjálfarar sem hófu nám á 1. stigi! Hvað gerist í ár? Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 24. júní nk. og fjarnám 2. stigs hefst mánudaginn 8. júlí. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og að sjálfsögðu á hvort námskeiðið er verið að skrá. Þátttökugjald á 1. stigið er kr. 25.000.- en kr. 18.000.- á 2. stigið og eru öll námskeiðsgögn innifalin. Námið á 1. stigi tekur 8 vikur en 5 vikur á 2. stigi.
Nánar ...
12.06.2013

Barátta um embætti forseta Aþjóðaólympíunefndarinnar

Kosið verður á milli sex einstaklinga í kjöri til embættis forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC í haust en Dr. Jaques Rogge forseti IOC gefur ekki áfram kost á sér í embættið. Kjörið fer fram á 125. IOC Session sem fer fram í Buenos Aires í Argentínu í september næstkomandi.
Nánar ...
11.06.2013

Myndir frá Kvennahlaupinu

Hér á heimasíðu ÍSÍ, neðarlega á síðunni og inn á heimasíðu Sjóvá má sjá myndir frá Kvennahlaupinu 2013. Inn á Sjóvá síðunni eru einnig myndir frá fyrri hlaupum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Sjóvá og aðrir samstarfsaðilar þakka öllum þeim sem tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ fyrir daginn. Á næsta ári fagnar Kvennahlaupið 25 ára afmæli.
Nánar ...
10.06.2013

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

ÍSÍ og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa undirritað samning um afsláttarkjör í innanlandsflugi FÍ, svokölluð ÍSÍ-fargjöld, sem gildir frá 2. júlí næstkomandi þar til 1. ágúst 2014. Núgildandi samningur gildir til 2. júlí nk. en með undirritun nýs samnings er sambandsaðilum ÍSÍ og aðildarfélögum þeirra gert kleift að bóka ferðir á gildistíma nýja samningsins.
Nánar ...
08.06.2013

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, í dag, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1400 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í
Nánar ...
08.06.2013

Kvennahlaupið er í dag

Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður kl. 11 á fjölmörgum stöðum t.d. í Mosfellsbæ og á Akureyri en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ
Nánar ...
07.06.2013

Kvennahlaupið á morgun

Á morgun, laugardaginn 8. Júní, fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður frá Mosfellsbæ og á Akureyri kl. 11. en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ e
Nánar ...
07.06.2013

Alltaf tekið þátt í Kvennahlaupinu

Ingibjörg Malen er níu ára en hún hefur tekið þátt í öllum Kvennahlaupum frá fæðingu. Fyrsta árið í kengúrupoka, síðan í kerru, og svo hlaupandi. Hún er að taka þátt í sínu 10. hlaupi í ár og ætlar hún að hlaupa með móður sinni á Reykhólum. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.
Nánar ...
06.06.2013

Breytt fyrirkomulag tilkynninga um lyfjapróf

Vinnureglum lyfjaeftirlits um tilkynningar um lyfjapróf og niðurstöður þeirra hefur verið breytt. Eftirleiðis verður fyrirkomulagið þannig að tilkynnt er um lyfjapróf, hvar og hvenær þau fara fram - auk fjölda og kyn íþróttamanna er boðaðir eru í lyfjapróf - um leið og niðurstöður úr greiningu sýnanna liggja fyrir.
Nánar ...
05.06.2013

Anna Rún og Sigurðu Orri til Ólympíu

Á hverju ári eru tveir einstaklingar valdir til þátttöku í námskeiði á vegum IOA (International Olympic Academy) í Ólympíu í Grikklandi. Að þessu sinni urðu þau Anna Rún Kristjánsdóttir og Sigurður Orri Hafþórsson fyrir valinu.
Nánar ...