Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Íþróttaslysasjóður

Íþróttaslysasjóði lokað 30. júní 2021.

Á árinu 2002 var undirritað samkomulag á milli ÍSÍ og heilbrigðismálaráðuneytis, nú velferðarráðuneyti, um að ÍSÍ hefði umsjón með endurgreiðslum til íþróttafólks á skilgreindum sjúkrakostnaði vegna íþróttaslysa, úr sérstökum slysabótasjóði sem byggður var upp með árlegu fjárframlagi ráðuneytisins. ÍSÍ hefur annast endurgreiðslurnar frá þeim tíma og fram til þessa.

Velferðarráðuneytið (áður heilbrigðisráðuneyti) hefur nú hætt greiðslum í sjóðinn með vísan í greiðsluþátttökukerfi sem tók gildi 1. maí 2017 og sem hefur lækkað verulega sjúkrakostnað almennra notenda, þar með talið íþróttafólks. Einnig er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. 

Eftir sem áður gilda þau réttindi sem fyrir voru varðandi slys er valda óvinnufærni í 10 daga eða meira, sbr. slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 og reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks samkvæmt III. kafla laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Þau úrræði eru áfram á höndum Sjúkratrygginga Íslands.

Þegar ofangreind ákvörðun lá fyrir samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að halda endurgreiðslum úr sjóðnum áfram út árið 2019 í ljósi þess að enn voru fjármunir í sjóðnum, með fyrirvara um að greiðslum yrði hætt ef sjóðurinn tæmdist áður en árið yrði á enda. Ekki þurfti að grípa til slíkra ráðstafana. Á fundi framkvæmdastjórnar 12. desember 2019 var staðan endurmetin, með hliðsjón af peningalegri stöðu sjóðsins, og samþykkt að hætt verði að taka við nýskráningum íþróttaslysa frá og með 1. mars 2020.

Haldið verður áfram að greiða reikninga vegna eldri slysa, sem þegar hafa verið skráð hjá ÍSÍ til og með 30. júní 2021.

 

Reglugerð ÍSÍ um greiðslu bóta vegna íþróttaslysa.

Þann 1. apríl 2002 tók gildi reglurgerð nr. 245/2002 um slysatryggingar íþróttafólks samkv. III kafla almannatryggingalaga.