Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24.02.2018 - 24.02.2018

Ársþing GLÍ 2018

Ársþing Glímusambands Íslands verður haldið í...
04.03.2018 - 04.03.2018

Ársþing BLÍ 2018

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
21

21.12.2017

Baráttan gegn ofbeldi

Mikil umræða hefur átt sér stað um kynbundið ofbeldi í íslensku þjóðfélagi undanfarnar vikur. Sumir vilja meina að byltingu hafi verið hrundið af stað. Margt misjafnt komið upp á yfirborðið og ljóst er að víða er pottur brotinn, svo ekki sé meira sagt.
Nánar ...
01.11.2017

Sameinuð samtök - farsælt starf í 20 ár

Í dag, 1. nóvember 2017, eru 20 ár síðan stofnþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sameinaðra samtaka Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands (ÓÍ), fór fram á Grand Hótel Reykjavík. Fyrir sameininguna sá Ólympíunefnd Íslands um undirbúning og þátttöku Íslands í Ólympíuleikum en Íþróttasamband Íslands sameinaði íþróttahreyfinguna á Íslandi undir einu merki, vann að því að breiða út íþróttaáhuga, efla innra starf og var samnefnari í baráttu fyrir hagsmunamálum hreyfingarinnar.
Nánar ...
25.10.2017

Staða kvenna í íþróttum

Forysta ÍSÍ sækir árlega fund norrænna íþrótta- og Ólympíusamtaka þar sem fjallað er um sameiginleg hagsmunamál og það sem helst brennur á íþróttahreyfingunni hverju sinni. Undanfarin ár hefur málaflokkurinn konur og íþróttir verið fyrirferðarmikill en mismunandi er á milli landa í Skandinavíu og í heiminum öllum hvernig unnið er að því að auka þátt kvenna, bæði sem iðkendur og einnig sem leiðtoga í hreyfingunni. Allar einingar íþrótta geta haft áhrif á þennan málaflokk og er víða vel unnið að jafnrétti kynjanna. Mikilvægt er að huga að öllu regluverki okkar í hreyfingunni til að skapa rými fyrir breytingar og bætingar að þessu marki. Hver íþrótt og hver eining innan íþróttahreyfingarinnar þarf að vera vakandi fyrir því að skapa og viðhalda jafnrétti í íþróttum sem og í stjórnum og ráðum.Samkvæmt lögum ÍSÍ er einn megintilgangur sambandsins að berjast gegn hvers kyns mismunun og ofbeldi í íþróttum, hvort sem um er að tefla mismunun vegna kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar eða af öðrum toga. ÍSÍ hefur á vefsíðu sinni leiðarvísi sem hugsaður er sem leiðbeinandi verkfæri fyrir íþróttafélög/deildir þegar setja á fram jafnréttisstefnu. Undir fræðslu og jafnréttismál má finna leiðarvísinn, eða hér.
Nánar ...
29.06.2017

Aldrei lognmolla í íþróttahreyfingunni

Sumaríþróttagreinarnar eru nú í fullum gangi og framundan eru spennandi mót og viðburðir. Kvennalandsliðið í blaki stóð sig frábærlega á Evrópumóti smáþjóða en þær stóðu uppi sem sigurvegarar og veitir sá sigur þeim þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða. Er það í fyrsta skipti sem íslenskt landslið í blaki öðlast keppnisrétt í riðlakeppni EM.
Nánar ...
27.03.2017

Lyfjaeftirlit mikilvægt

Óhætt er að segja að eitt heitasta umræðuefnið í íþróttaheiminum í dag sé um lyfjaeftirlit og lyfjamisnotkun. Alþjóðaólympíunefndinni og alþjóðasamböndum þess er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrundvelli og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Lyfjaeftirlit innan íþróttaheimsins hefur vaxið að umfangi á undanförnum árum og gegnir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin WADA forystuhlutverki í þessum málum.
Nánar ...
14.11.2016

Sýnum karakter - Ávarp forseta

Undanfarin ár hefur umræðan um íþróttir á Íslandi að miklu leyti snúist um góðan árangur íslensks afeksíþróttafólks. Allir eru sammála um að til þess að ná langt í íþróttum þurfi margir þættir að vinna saman og umgjörðin um íþróttafólkið þurfi að vera styrk, bæði faglega og félagslega.
Nánar ...
23.09.2016

Ólympíuleikarnir 2016

Við áttum svo sannarlega góða daga á Ólympíuleikunum í Ríó. Það voru ákveðnir, bjartsýnir og einbeittir keppendur sem mættu til Ríó fyrir hönd okkar Íslendinga. Þeir voru allir tilbúnir til að gera sitt besta og vera landi og þjóð til sóma. Það tókst svo sannarlega.
Nánar ...
05.08.2016

Á leið til Ríó - Lárus L. Blöndal

Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík í íslensku íþróttalífi. Góður árangur hefur náðst í mörgum íþróttagreinum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ísland er smáþjóð með svipaðan fjölda íbúa og hverfi í stórborg. Það telst því til tíðinda þegar slík þjóð gerir sig ítrekað gildandi á stórmótum þar sem þeir bestu kljást. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna hjá íþróttafólkinu sjálfu og einnig þeim sem að þeim standa, foreldrum, íþróttafélögum og sérsamböndum svo einhverjir séu nefndir til. Við skulum ekki gleyma að íþróttahreyfingin er stærsta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi.
Nánar ...
27.11.2015

Hagrænt gildi íþrótta og afreksíþróttir

Á haustmánuðum var birt áfangaskýrsla um umfang og hagrænt gildi íþrótta. Skýrslan var unnin af Þórólfi Þórlindssyni, Viðari Halldórssyni, Jónasi H. Hallgrímssyni, Daða Lárussyni og Drífu Pálín Geirs. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafði frumkvæði að því að farið var í að vinna þessa skýrslu.
Nánar ...
07.10.2015

Uppskerutími

Eftir viðburðarríkt sumar þar sem Smáþjóðaleikarnir stóðu upp úr í starfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, byrjar haustið af miklum krafti og hefur nú þegar fært okkur frækileg íþróttaafrek. Sum hver svo stór að þau munu seint gleymast.
Nánar ...
06.01.2014

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍ

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar Íþróttamanns ársins – sem nú er haldin í 19. sinn í samstarfi við Samtök íþróttafréttamanna. Vil ég færa þeim þakkir fyrir gott samstarf og einnig RÚV sem sér um sviðsmynd og útsendingar frá hátíðinni.
Nánar ...