Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar

04.01.2019

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér). Fyrstu myndböndin hafa þegar verið birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ og KSÍ og verða fleiri myndbönd birt síðar. 

#höfuðhögg #heilahristingur

 

Heilahristingur from NOC of Iceland_ ISI on Vimeo.