Beint á efnisyfirlit síðunnar
Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Á döfinni

24.01.2019 - 03.02.2019

RIG -...

Reykjavik International Games (RIG) -...
23

100 dagar til Ólympíuleika ungmenna

28.06.2018

Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG)  í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í dag eru 100 dagar þangað til setningarhátíð leikanna fer fram.

Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína.

Lukkudýr leikanna að þessu sinni er jagúarinn Pandi, en jagúar er ein merkasta tegund villtra katta í Norður-Argentínu.


Ísland mun eiga þátttakendur og ungan áhrifavald á leikunum, eða Young Change Makers og eru það 120 lönd sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands verður Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona. Ingibjörg Kristín er sjálf margreynd keppniskona í sundi og á Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010.

Ólympíuþorpið er nú tilbúið, en þar munu 6286 þátttakendur gista á meðan á leikunum stendur, þar af 3998 íþróttamenn. 

Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com