Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
10

Göngufótbolti fyrir eldri iðkendur

07.05.2018

Göngufótbolti er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap. Göngufótboltinn hjá Þrótti hóf göngu sína þann 1. desember 2017 á Eimskipsvellinum (gervigrasið) í Laugardal. Vegna veðuraðstæðna var ákveðið að vera með göngufótboltann í Sporthúsinu í Kópavogi. Nú verða æfingarnar færðar aftur á Eimskipsvöllinn. Æfingar í göngufótbolta eru á miðvikudögum kl. 12:15 – 13:15 í allt sumar.

Nánar má lesa um göngufótboltann á vefsíðu Þróttar og ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Ótthar Edvardsson, otthar@throttur.is.

ÍSÍ hvetur eldra fólk, konur og karla, til að koma við og kynna sér þessa skemmtilegu ábót við íþróttaflóruna.