Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
17

Ráðstefnan Góðir stjórnunarhættir á Vimeo

17.03.2017

Ráðstefnan „Góðir stjórnunarhættir – ólíkar leiðir að settu marki“ fór fram í janúar sl. í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin  í tengslum við RIG. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu að ráðstefnunni í samstarfi við HR.

Á ráðstefnunni voru þrír reyndir stjórnendur úr íþróttahreyfingunni, sem koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku, með fræðandi erindi um sína stjórnunarhætti. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa gert miklar breytingar á skipulagi sinna íþróttasambanda og náð mjög góðum árangri í kjölfarið.

Fyrst á dagskrá var Jane Allen framkvæmdastjóri breska fimleikasambandsins sem sagði frá breytingum á stjórnun sambandsins og þeim mikla árangri sem þar hefur náðst á stuttum tíma. Næstur tók til máls Michael Pedersen sem fjallaði um góða stjórnunarhætti. Sá síðasti á mælendaskrá var Duffy Mahoney yfirmaður afrekssviðs bandaríska frjálsíþróttasambandsins sem sagði frá markmiðasetningu sambandsins til 2020. Ráðstefnustjóri var Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.

Hér, á Vimeo-síðu ÍSÍ, má sjá fyrirlestrana.

Myndir með frétt