Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árni Björn sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

15.03.2017

Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið laugardaginn 11.mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ásgeir Bjarnason var endurkjörinn formaður sambandsins. Árni Björn Kristjánsson og Hildur Grétarsdóttur gengu úr stjórn ásamt þeim Jakobi Daníel Magnússyni og Vilhelm Patrick Bernhöft sem viku úr varastjórn.

Eftirtalin skipa nýja stjórn LSÍ:  Ingi Gunnar Ólafsson varaformaður, Stefán Ragnar Jónsson ritari, Katrín Erla Bergsveinsdóttir gjaldkeri, Erna Björk Kristinsdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn sitja Jakobína Jónsdóttir, Rúnar Kristmansson, María Rún Þorsteinsdóttir og Grétar Skúli Gunnarsson.

Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann sæmdi Árna Björn Kristjánsson fráfarandi varaformann LSÍ Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf hans í þágu ólympískra lyftinga en Árni Björn hefur setið í stjórn LSÍ síðastliðin 6 ár.

Veittir voru farandbikarar fyrir Lyftingakarl og Lyftingakonu ársins en það voru þau Andri Gunnarsson og Þuríður Erla Helgadóttir sem unnu til þeirra viðurkenninga. Einnig voru veittir farandbikarar fyrir ungmenni ársins en það voru þau Freyja Mist Ólafsdóttir og Einar Ingi Jónsson sem hlutu þær viðurkenningar.

Myndir með frétt

Til baka

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  25