Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBH

03.11.2016Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og starfssvæði þess síðastliðinn þriðjudag.
Fulltrúar frá tíu íþróttafélagum í Hafnarfirði, fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra ÍBH tóku á móti fulltrúum ÍSÍ og saman skoðaði hópurinn Íþróttamannvirki FH í Kaplakrika, íþróttamannvirki Knattspyrnufélagsins Hauka að Ásvöllum ásamt aðstöðu Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug, Fimleikafélagsins Bjarkar, Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar og Golfklúbbsins Keilis. Að skoðunarferðinni lokinni var snæddur kvöldverður í golfskála Golfklúbbsins Keilis.
Íþróttastarf í Hafnarfirði er afar öflugt og fjölbreytt og framundan er enn frekari uppbygging íþróttamannvirkja í bænum.

Forseti ÍSÍ hefur farið í heimsóknir til íþróttahéraða víða um land síðustu tvö árin og kynnt sér íþróttastarfsemina á viðkomandi stað ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundað hefur verið með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar á hverjum stað ásamt fulltrúum sveitarfélaga. Áætlað er að heimsækja fleiri héruð á næstu mánuðum.

Myndir með frétt