Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
1

Þríþrautarkona og þríþrautarmaður ársins 2013

02.01.2014

Birna keppir fyrir þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar og sigraði í öllum sínum þríþrautarmótum hér heima á árinu.  Hún var þar með stigahæst kvenna eða stigameistari 2013. Hún varð einnig Íslandsmeistari í hálfum járnmanni á nýju Íslandsmeti.

Hákon Hrafn keppir einnig fyrir þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar og var afar sigursæll á árinu. Hann er Íslandsmeistari í þríþraut (sprettþraut, ólympísk og hálfur járnmaður), stigameistari og ósigraður árið 2013. Hann setti Íslandsmet í hálfum járnmanni (4:16:23) og á nú besta tíma á Íslandi í ólympískri þraut (2:01:50). Hann á einnig brautarmet í Hveragerðisþraut, Kópavogssprettþraut og Sprettþraut 3N.

Til baka