Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
1

Sundkona og sundmaður ársins 2013

02.01.2014

Eygló Ósk er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Eygló Ósk fékk 861 Fina stig fyrir 100m baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200m baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum.

Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25m laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50m laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25m laug í 24. sæti í 200m baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50m laug.

Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. sæti í 200 m baksundi.

Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Eygló hefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja.

Anton Sveinn er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunnar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200m bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 skriðsund á HM25.

Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50m laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25m laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25m laug nr. 50 í 1500m skriðsundi og í 50m laug nr. 121 í 800m skriðsundi.

Anton tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug.

Anton Sveinn er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn og lagar sig vel að aðstæðum. Hann sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum.

Myndir með frétt

Til baka