Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
4

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttakona og mótorhjóla- og snjósleðaíþróttamaður ársins 2013

02.01.2014Karen er 21 árs gömul Reykvíkingur og hefur verið virkur keppandi í mótorhjólaíþróttum í fjölda ára.

Karen endaði keppnistímabilið í Moto-Cross kvennaflokki í öðru sæti.

Einnig tók hún þátt í kvennaflokki í Enduro þolakstri og náði þar góðum árangri.

Karen hefur náð góðum árangri í gegnum árin og orðið Íslandsmeistari í Moto-Cross

og verið öðrum stúlkum og konum mikil hvatning með góðum árangri og framkomu.

 

Kári er 26 ára gamall Reykvíkingur og hefur verið keppandi í mótorhjólaíþróttum frá 13 ára aldri.

Hann varð Íslandsmeistari í Enduro þolakstri í meistaraflokki í sumar, einnig varð hann Íslandsmeistari í Moto-Cross í meistaraflokki í sumar.

Kári keppti með landsliði MSÍ á heimsmeistarakeppni þjóðana (Moto-Cross of Nation) sem fór fram í Þýskalandi í september.

Kári Jónsson er margfaldur Íslandsmeistari í hinum ýmsu keppnisflokkum innan MSÍ síðustu ár og hefur verið öðrum keppendum góð fyrirmynd.

Myndir með frétt

Til baka