Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

Kvenkeilari og karlkeilari ársins 2013

02.01.2014

Helstu afrek Guðnýjar á árinu 2013 eru þau að hún varð Íslandsmeistari para ásamt Arnar Sæbergssyni, hún varð í 3. sæti á Íslandsmeistaramótinu og Íslandsmeistari með liði sínu ÍR-TT.  Hún keppti fyrir  hönd Íslands á Heimsbikarmótinu í keilu, en mótið fór fram í Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi og hafnaði Guðný í 34. Sæti. Guðný setti tvö íslandsmet á árinu í 9 leikjum fyrst þann 20.4. 1.768 og bætti síðan metið 20.10. og spilaði þá 1.786.  Um árabil hefur Guðný verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Helstu afrek Hafþórs á árinu 2013 eru að hann varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Hafþór setti nýtt Íslandsmet í 9 leikjum þann 21.4. lék 2.190.  Að auki lék Hafþór fullkominn leik á árinu, 300 þann 14.9. og er það í 12 skipti sem hann gerir það í keppni.  Hafþór tók þátt í verkefni landsliðsins í Las Vegas, USA og varð Hafþór í sæti 115 af 216 keppendum.  Hafþór tók þátt í Evrópumóti landsmeistara á árinu 2013 og hafnaði þar í 10. sæti, en mótið fór fram í Bratislava, Slóvakíu.  Hafþór varð Reykjavíkurmeistari 2013 og efstur Íslendinga sem tóku þátt í Reykjavíkurleikunum (RIG). Hafþór hefur verið að taka þátt í mótum á Evrópumótaröðinni í keilu og hefur nælt sér í 12 stig á þeirri mótaröð.  Hafþór er góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Myndir með frétt