Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

08.06.2020 - 08.06.2020

Ársþing ÍA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður...
1

Hjólreiðakona og hjólreiðamaður ársins 2013

02.01.2014

Þátttaka í hjólreiðum á Íslandi hefur aukist mikið á undanförnum árum og með nýliðun í íþróttinni hefur keppni harðnað og fleiri barist um toppsætin.  Sá eiginleiki Hafsteins Ægis að mæta ætíð til keppni með það markmið að sigra hefur skilað honum frábærum árangri á árinu.  Hann bætti m.a. tveimur Íslands-meistaratitlum við sig á árinu, í tímaþraut og víðavangshjólreiðum.  Í Bláa Lóns þrautinni þá leit út fyrir að norski atvinnuhjólreiðamaðurinn Martin Haugo væri með gullverðlaunin í hendi en Hafsteinn Ægir, náði með sínum einbeitta sigurvilja, að ná 1. sætinu og með því 8. sigri sínum í röð í þessari keppni.  Hafsteinn Ægir er framúrskarandi íþróttamaður.

Árið 2013 var frábært ár hjá Maríu, sem réð ríkjum í götuhjólreiðum kvenna og víðavangshjólreiðum.Hún hlaut 3 Íslandsmeistaratitla á árinu;  í götuhjólreiðum, víðavangshjólreiðum og fjallabruni, og vann 12 af þeim 13 keppnum sem hún tók þátt í á árinu.  Hún stóð framar öllum öðrum kvenkyns hjólreiðakeppendum í mótum ársins og gaf karlkyns keppendum ekkert eftir. Hún varð t.d. í 12. sæti í Bláa Lóns þrautinni, af öllum 481 keppendum hennar.  Frábær árangur hjá Maríu sem er mikil fyrirmynd í íþróttinni. Árangur hennar er sannarlega hvati fyrir aðra að hefja ástundun í hjólreiðum.