Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

Dansarar ársins 2013

02.01.2014

Nikita og Hanna Rún keppa í samkvæmisdönsum, latin dönsum. Þau hafa dansað saman frá því byrjun þessa árs og keppa fyrir Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar.

Í gegnum árin hefur Hanna Rún unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla og náð langt á keppnum erlendis með fyrri dansfélögum. Hún hefur orðið Íslandsmeistari á hverju ári síðan 1997 og varð hún Norður-Evrópumeistari í nóvember 2011 og náði 16. sæti á Evrópumeistaramóti í Frakklandi 2011.

Nikita var á sínum tíma Þýskalandsmeistari og keppti hann á Heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum fyrir Þýskaland. Hann hefur unnið marga stóra titla þ.a.m. Oslo Open Championship.

Besti árangur Hönnu Rúnar og Nikita er 16. sæti á heimsmeistaramótinu sem fór fram í Berlín 30. nóvember 2013 en ekkert íslenskt par hefur náð svona langt áður.

Árangur Nikita og Hönnu á árinu 2013 er eftirfarandi:

 • 26. janúar - Íslandsmeistaramót Fullorðinna Latin 1.sæti (17 pör)
 • 26. janúar - RIG (Reykjavik International games) 2.sæti (14 pör)
 • 16. feb - Copenhagen Open 7.sæti (75 pör)
 • 6. april - Evry Frakkland  1.sæti (31 pör)
 • 13. apríl - Closed Invitation Compitition Germany  1.sæti ( 13 pör)
 • 20. apríl - Aarhus International Gala 3.sæti (17 pör)
 • 27. apríl - Bikarmeistaramót Íslands  1. Sæti (13 pör)
 • 9. júní - WDSF Polish World Open ,Poland 7.sæti (65 pör)
 • 22. júní - Evrópu Bikarmeistaramót í Sudak Úkraínu 6.sæti (26 pör)
 • 23. júní - World Open Zudak Úkraína 14.sæti (67 pörum)
 • 7. júlí - WDSF World Open Wuppertal Germany 12.sæti (120 pör)
 • 16. ágúst - WDSF Grand Slam Latín Germany Open 29.sæti (344 pör)
 • 31. ágúst - Norður Evrópumeistaramót 3.sæti (18 pör)
 • 28. sept - Heimsbikarmót Austuríki Vienna  9.sæti ( 32 pör)
 • 30. nóv - Heimsmeistaramót, Berlín, 16. sæti af 87 pörum sem er besti árangur Íslendinga í þessum flokki.

Myndir með frétt