Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

Blakkona og blakmaður ársins 2013

02.01.2014

Berglind Gígja, sem er 18 ára gömul, er leikmaður með Bikarmeistaraliði HK í Kópavogi.  Hún lék með þremur landsliðum á árinu 2013:

  • A landsliði Íslands sem  tók þátt í undankeppni HM í Daugavpils í Lettlandi og á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg í vor.
  • U19 ára landsliði í strandblaki sem lék í Norður-Evrópumóti (NEVZA) í Drammen í Noregi í ágúst og hampaði Norður-Evrópu titli ásamt meðspilara sínum Elísabetu Einarsdóttur.
  • U19 ára landsliði í blaki sem tók þátt í Norður-Evrópumóti (NEVZA) í IKAST í Danmörku í október og hafnaði liðið í 5. sæti af 6 þjóðum.

Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu ágætum árangri. Þær spiluðu svo í Íslandsmótinu og náðu mjög góðum árangri. Þær urðu Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki  og Íslandsmeistarar í flokki U21.

Berglind Gígja Jónsdóttir er fyrirmyndar blakkona og stundar sína íþrótt af miklum metnaði. Hún æfir og spilar blak með HK í Kópavogi en þess utan æfir hún tvisvar til þrisvar í viku strandblak með Elísabetu en hafa þær sett stefnuna á dönsku úrvalsdeildina í strandblaki næsta sumar sem og fleiri alþjóðleg mót.

Lúðvík, sem er 17 ára gamall, er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi.   Hann lék með þremur landsliðum á árinu 2013:

  • A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg.
  • U19 landsliði Íslands í strandblaki með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni sem tók þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing 2014 en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Sama par spilaði í Norður-Evrópumóti (NEVZA) í Drammen í Noregi og hafnaði liðið

    í 5. sæti af 6 þjóðum.
  • U19 landslið Íslands í blaki sem tók þátt í Norður-Evrópumóti (NEVZA) í IKAST í Danmörku en þar hafnaði liðið í 5. sæti af 6 þjóðum

Lúðvík gaf ekki kost á sér í U17 ára landsliðið.

Lúðvík og Theódór náðu mjög góðum árangri í strandblaki í sumar.  Þeir urðu Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki, Íslandsmeistari í flokki U21  og Íslandsmeistari í flokki U17.

Lúðvík er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu HK sem er um þessar mundir efsta liðið í úrvalsdeild karla. Þátttaka hans í landsliðum Íslands er til fyrirmyndar og hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Myndir með frétt