Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

Glímufólk ársins 2012

28.12.2012

Glímukona og glímumaður ársins eru Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni

Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012.  Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.