Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
27

Akstursíþróttamaður ársins 2012

28.12.2012

Akstursíþróttamaður ársins er Hilmar Bragi Þráinsson, Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar

Hilmar Bragi hefur verið mjög virkur íþróttamaður í mótorsporti í mörg ár og hefur unnið til fjölda verðlauna í Rally og Rallycross keppnum. Má nefna að hann er Íslandsmeistari í Rallý 2012 og var Íslandsmeistari bæði í Rallycrossi og Rally árið 2009 og árið 2011 í sínum flokki. Einnig hefur Hilmar verið mjög öflugur í félagsstarfsemi og uppbyggingu á mótorsporti í Hafnarfirði. Hilmar er búsettur í Hafnarfirði og er með sitt eigið fyrirtæki í Hafnarfirði. Hilmar hefur verið valinn akstursíþróttamaður AÍH 2009. 

  • Hilmar er Íslandsmeistari í rally og rallycrossi mörg síðustu ár:
  • Rally 2012
  • Rally 2011
  • Rallycrossi Krónu flokki 2011
  • Rallycrossi 2000 flokki 2009
  • Rally 2000 flokki 2009
  • Rally Jeppa flokki 2007
  • Rally Nýliða flokki 2004
  • Rallycrossi 2000 flokki 2003