Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

19.10.2015

Ráðstefna Special Olympics á Íslandi

Ráðstefna Special Olympics á ÍslandiLaugardaginn 24. október verður haldin önnur ráðstefna Special Olympics á Íslandi en fyrsta ráðstefnan var haldin árið 2012. Ráðstefnan hefst kl. 10:30 og stendur til 13:00 og fer fram í Vonarsalnum, Efstaleiti 7.
Nánar ...
15.10.2015

Skólar sem unnu í Norræna skólahlaupinu

Skólar sem unnu í Norræna skólahlaupinuNorræna skólahlaupið var haldið í íslenskum grunnskólum í 32. sinn í ár en með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningarskjal þar sem greint var frá árangri.
Nánar ...
15.10.2015

Þjálfarastyrkir Verkefnasjóðs ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ tók á dögunum ákvörðun um úthlutun þjálfarastyrkja fyrir árið 2015. Að þessu sinni voru veittir 15 styrkir til þjálfara sem sótt hafa eða munu sækja námskeið eða þekkingu erlendis. Styrkirnir voru ýmist 50.000 eða 100.000 krónur. Umsóknir sem bárust bárust sjóðnum voru 45 talsins. Eftirtaldir hlutu styrki (í stafrófsröð):
Nánar ...
12.10.2015

Göngum í skólann lokið

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn var þann 7. október sl. Þá var einnig síðasti dagur verkefnisins Göngum í skólann. 76 skólar skráðu sig til leiks og gaman er að sjá hversu mörg skemmtileg verkefni skólar eru að fást við í tengslum við Göngum í skólann.
Nánar ...
09.10.2015

Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrif

Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrifÍ gær fór fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor frá HÍ hófu málþingið með því að kynna áfangaskýrslu sem ber heitið „Íþróttir á Íslandi: Umfang og hagræn áhrif“.
Nánar ...
08.10.2015

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþrótta

Málþing - Umfang og hagræn áhrif íþróttaÍ dag, fimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00, fer fram málþing um umfang og hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða.
Nánar ...
07.10.2015

Uppskerutími

UppskerutímiEftir viðburðarríkt sumar þar sem Smáþjóðaleikarnir stóðu upp úr í starfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, byrjar haustið af miklum krafti og hefur nú þegar fært okkur frækileg íþróttaafrek. Sum hver svo stór að þau munu seint gleymast.
Nánar ...
06.10.2015

Metaðsókn á málþing á Akureyri

Metaðsókn á málþing á AkureyriÍ dag var haldið málþing á Akureyri um andlega líðan íþróttamanna, en samskonar málþing var haldið í byrjun september í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Hafrún Kristjánsdóttir, Sævar Ólafsson og Ingólfur Sigurðsson.
Nánar ...
06.10.2015

Forvarnardagurinn 2015

Forvarnardagurinn 2015 Forvarnardagurinn 2015 var haldinn föstudaginn 2. október sl. Í tilefni af deginum heimsótti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fjóra skóla, Vættarskóla í Reykjavík, Brekkubæjarskóla á Akranesi, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, fór með forsetanum í skólana ásamt föruneyti frá ÍSÍ.
Nánar ...
06.10.2015

Lestu ÍSÍ-Fréttir rafrænt

Lestu ÍSÍ-Fréttir rafræntÍSÍ- Fréttir komu út í september. Þar má meðal annars lesa um Evrópuleikana í Bakú 2015, Ólympíuhátíð æskunnar í Tbilisi 2015 og Ólympíuleikana í Ríó 2016 ásamt því að skoða skemmtilegar myndir af íslenskum þátttakendum frá þessum slóðum.
Nánar ...