Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
15

Vorannarfjarnám - tölfræðiupplýsingar

04.04.2025Vorannarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun almenns hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar gengur vel og er í raun lokið á 2. stigi og lokaspretturinn í gangi á 1. stigi.  52 nemendur námsins koma úr hinum ýmsu íþróttagreinum, frá fjölmörgum íþróttahéruðum og eru á aldrinum 16-55 ára.  Um 2/3 nemenda eru konur og 1/3 karlar.  Nánari tölfræði má sjá á meðfylgjandi myndum. Ein mynd er af skiptingu kynja, önnur af skiptingu á aldri nemenda, þriðja af þátttöku frá íþróttahéruðunum þar sem finna má þau fimm íþróttahéruð sem eiga flesta nemendur að þessu sinni og sú fjórða er af dreifingu á íþróttagreinar þar sem birtar eru fjórar fjölmennustu greinarnar.  Dreifing á milli greina er afar mikil að þessu sinni og komu nemendur frá alls 22 íþróttagreinum.

Myndir með frétt