Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
15

UMSE Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

04.04.2025

Ungmennasamband Eyjafjarðar fékk endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins í Safnaðarheimilinu á Dalvík fimmtudaginn 3. apríl síðastliðinn.  Það var Þorgerður Guðmundsdóttir formaður UMSE sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónssonar sérfræðings á stjórnsýslusviði ÍSÍ.  Þess má geta að UMSE var fyrsta íþróttahéraðið til að hljóta þessa viðurkenningu frá ÍSÍ og var það árið 2017.  Alls eru það 12 Íþróttahéruð sem hlotið hafa viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhéruð.  Á myndinni eru þau Viðar og Þorgerður.

„Að vera viðurkennt sem Fyrirmyndarhérað er mikill heiður og staðfesting á því góða starfi sem unnið er innan UMSE.  Við viljum viðhalda þeim gæðum og gildum sem fylgja viðurkenningunni og tryggja að íþróttastarf í héraðinu sé í fremstu röð, með áherslu á forvarnir, fagmennsku og jákvæða umgjörð fyrir iðkendur á öllum aldri“, sagði Þorgerður Guðmundsdóttir formaður UMSE af þessu tilefni.