Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Á þessum degi fyrir 24 árum...

25.09.2024

 

Á þessum degi fyrir 24 árum, eða árið 2000, náði Vala Flosadóttir, stangastökkvari, 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum og er enn sem komið er eina konan sem hefur unnið það afrek. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu var glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004.

Vala Flosadóttir fæddist 16. febrúar árið 1978 á Bíldudal, en keppti fyrir ÍR á Íslandi. Á táningsaldri flutti hún út til Svíþjóðar þar sem hún stundaði stangarstökk. Vala náði frábærum árangri í grein sinni. Meðal hennar helstu afreka má nefna að á árunum 1995-1997 setti hún fimm heimsmet unglinga. Árið 1996 varð hún fyrsti Evrópumeistari sögunnar í stangarstökki kvenna á EM innanhús. Hún varð í 2. sæti á evrópska unglingameistaramótinu árið 1997 og hafnaði í 3. sæti á EM árið 1998. Sama ár setti hún tvívegis heimsmet í stangarstökki innanhúss. Árið 1999 varð hún Evrópumeistari 22 ára og yngri og silfurverðalaunahafi á HM innanhúss. 

Vala Flosadóttir var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ þann 29. desember árið 2012. 

Hér má sjá hennar síðu í Heiðurshöll ÍSÍ. Hér má finna fleiri myndir af afreksíþróttakonunni Völu Flosadóttur.