Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

ÍA áfram Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

19.09.2024

 

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) fékk endurnýjun viðurkenningar bandalagsins sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á formannafundi ÍA á Akranesi miðvikudaginn 18. september síðastliðinn.  ÍA fékk fyrst viðurkenningu árið 2020 og var því að endurnýja viðurkenninguna í fyrsta sinn en það þarf að gera á fjögurra ára fresti.  Það voru þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhentu formanni ÍA, Gyðu Björk Bergþórsdóttur viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri þær Hildur Karen, Gyða Björk og Ragnheiður.

„Fyrir Íþróttahérað sem fær viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað fylgja jákvæðir ávinningar sem geta styrkt starfsemi héraðsins á margvíslegan hátt.
Einn af ávinningunum er meðal annars auknar líkur á því að ÍSÍ, sveitarfélög og aðrir styrktaraðilar sjái héraðið sem áreiðanlegan samstarfsaðila. Þetta getur leitt til aukins fjárstuðnings og frekari aðstoðar við þróun íþróttastarfs á svæði héraðsins.
Viðurkenning af þessu tagi gefur héraðinu einnig sterkara orðspor“ sagði Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness af þessu tilefni.

Mynd/Guðmunda Ólafsdóttir.

Myndir með frétt