Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Göngum í skólann fer vel af stað!

16.09.2024

 

Verkefnið Göngum í skólann fer afar vel af stað en það hófst miðvikudaginn 4. september og mun það standa yfir til miðvikudagsins 2. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann- dagurinn. Þegar verkefnið er að verða hálfnað hafa 71 skóli skráð sig til leiks en 83 skólar voru með á síðasta ári. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Ennþá er hægt að skrá skóla með í verkefnið og verður hægt á meðan það er í gangi. Skráninguna má finna hér.

ÍSÍ hvetur þá skóla, sem ekki enn hafa skráð sig til leiks, til að vera með. Það getur borgað sig að skrá skólann sinn til leiks fyrir 3. október nk. því þá verða þrír skólar dregnir út og fær hver þeirra 150.000 króna inneign í Altissem selur vörur til að nota á skólalóðinni eða í íþróttasalnum.

Þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda inn myndir og frásagnir af því sem fer fram í skólunum í tilefni af Göngum í skólann. Hægt er að senda inn myndir í gegnum heimasíðuna hér og frásagnir hér en einnig má senda tölvupóst á linda@isi.is 

Átaksverkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál.

Myndir með frétt