Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Ingeborg Eide og Már fánaberar Íslands á Paralympics

28.08.2024

 

Uppfærð frétt:

Af heilsufarsástæðum hefur Sonja Sigurðardóttir, sundkona, þurft að draga sig í hlé en hún mun ekki geta tekið þátt sem fánaberi eins og áður hafði verið tilkynnt. Sonja hefur síðustu daga verið að glíma við kvefpest og mun ekki taka þátt í setningarhátíðinni í kvöld. Von er á miklum hita í París í dag þegar keppendur, ásamt öðrum úr íslenska teyminu, leggja af stað á setningarhátíðina en það má búast við því að hún standi yfir fram yfir miðnætti. 

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, kúluvarpari, tekur því við keflinu og verður fánaberi, ásamt Má Gunnarssyni. ÍSÍ óskar Ingeborg Eide og Má góðs gengis og skemmtunar í kvöld og erum fullviss um að þau muni skila þeim hlutverki með miklum sóma.

 

Fyrri frétt

Frá 2020 hefur verið lögð áhersla á að fánaberar á Paralympics séu tilnefndir frá öllum löndum heims, bæði karl og kona. Fánaberar Íslands á setningarhátíð leikanna, sem hefjast á morgun, verða þau Sonja Sigurðardóttir, sundkona, og Már Gunnarsson, sundmaður. Sonja keppir í bæði í 50m baksundi og 100m skriðsundi og er þetta í þriðja skipti sem hún keppir á Paralympics en hún keppti einnig á leikunum í Peking árið 2008 og Ríó árið 2016. Már Gunnarsson keppir í 100m baksundi og er þetta í annað sinn sem hann keppir, en hann keppti líka á leikunum í Tókýó árið 2020.

Setningararhátíð Paralympics verður nú í fyrsta skipti haldin fyrir utan leikvang eins og venja hefur verið, og líkt og gert var á Ólympíuleikunum í síðasta mánuði. Setningarhátíðin verður haldin inni í miðri París og mun íþróttafólk fara í skrúðgöngu um hið fræga Avenue des Champs-Elysses og fara að Place de la Concorde. Búist er við að um 65.000 áhorfendur fái að verða vitni að þessari sögulegu stund. Hátíðin hefst að íslenskum tíma kl.18.20 eða kl.20.20 í Frakklandi.

ÍSÍ hvetur alla til að fylgjast með keppendunum okkar á Paralympics í París en Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) sér um verkefnið og flytur fréttir frá París. Hægt er að fá nánari fréttir á heimasíðu þeirra og Facebook síðu. Þá verður hægt að fylgjast með setningarhátíðinni á RÚV.

Mynd/ÍF

Myndir með frétt