Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Samantekt fyrir 3. keppnisdag á Smáþjóðaleikunum

31.05.2023

 

Borðtennis:

Magnús Gauti Úlfarsson og Ingi Darvis Rodriguez kepptu í morgun við lið Mónakó í liðakeppninni. Leikurinn við Mónakó var spennandi og átti Ingi Darvis góða leiki en leikurinn endaði þannig að Mónakó vann 3-0 og féll því Ísland úr leik.  Tvíliðaleikir munu fara fram á morgun og á föstudag verður einstaklingskeppnin.  Íslenski hópurinn nýtti því það sem eftir var af degi í hvíld, endurheimt og að horfa á aðrar greinar á leikunum.

 

Siglingar:

Keppni hélt áfram í dag.  Veðrið reyndist keppendum erfitt þar sem hiti var mikill og aðstæður aðrar en heima en allir gerðu sitt besta.  Kláraðar voru 3 keppnir og verður haldið áfram á morgun.  Hér má finna stöðuna í optimist.  Hér má finna stöðuna í ilca 6.

Skotfimi:

Jórunn Harðardóttir og Kristína Sigurðardóttir byrjuðu daginn á keppni í loftskammbyssu.  Í undankeppninni fóru leikar þannig að Jórunn var önnur í 8-manna úrslit en Kristína náði því miður ekki inn.  Jórunn náði sér ekki alveg á strik í úrslitunum og var önnur til að detta út.  Eftir hádegi spiluðu svo Ívar Ragnarsson og Bjarki Sigfússon í loftskammbyssu.  Bjarki komst ekki áfram en Ívar Ragnarsson var efstur inn í final og endaði svo á að vinna silfrið.  Vel gert hjá Ívari!

Skvass:

Keppt var í 4-manna liðakeppni í dag og leikmönnum raðað í styrkleikaröð.  Tveir riðlar eru á mótinu, 3 lið í hvorum riðli.  Ísland mætti fyrst Mónakó og vann sannfærandi 3-1.  Næst mættu þeir liði Möltu sem þeir töpuðu fyrir 0-4. Á morgun verður keppt við Lichtenstein og með sigri verður möguleiki á að spila um bronsverðlaun seinni part dags. 

Sund

Í dag bætti Snæfríður Sól bætti ellefu ára gamalt Íslandsmet í 400m skriðsundi og sigraði í greininni hér á Smáþjóðaleikunum.  Hún synti á 4:20,16 og bætti þar með íslandsmet Sigrúnar Sverrisdóttur, sem var 4:20,42.  Snæfríður var einnig í sigursveit Íslands í 4x 200m skriðsundi þegar hún ásamt, Völu Dís, Kristínu Helgu og Freyju Birkis sigruðu í greininni á tímanum 8:26,33. Anton Sveinn sigraði í 200m bringusundi á tímanum 2;14,37.  Karlasveitin synti 4x200m skriðsund og tryggðu sér bronsverðlaunin á tímanum 7:43,63.

Ylfa Lind Kristmansdóttir og Vala Dís Cicero tryggðu sér silfurverðalun í sínum greinum í dag. Ylfa synti 100m baksund á tímanum 1:04,80 og Vala synti 100m flugsund og bætti tíma sinn, þegar hún synti á 1:03,52.  Símon Elías tryggði sér einnig silfurverðlaun í 100m flugsundi á tímanum 55;38 sem er bæting á hans besta tíma.  Steingerður Hauksdóttir synti 100m baksund á tímanum 1:06,62. Þeir Guðmundur Leo og Bergur Fáfnir syntu 100m baksund, Bergur synti á tímanum 59;86 og Guðmundur á 59;83. Eva Margrét og Katja Lilja syntu 200m bringusund og bætti Katja Lilja tíma sinn, hún synti á tímanum 2.41,48, Eva synti á tímanum 2:40,38. Kristín Helga synti 100m flugsund á tímanum 1:04,75.
Snorri Dagur synti 200m bringusund á tímanum 2:22,37

Næst síðasti dagur mótsins hefst svo kl 10:00 í fyrramálið. 

Tennis:

Keppt var í tvendarleik í dag í tennis og léku Sofia Sóley Jónasdóttir og Anton Jihao Magnússon á móti pari frá Andorra.  Leikurinn tapaðist 2-0 (2-6, 4-6) en um hörkuleik var að ræða og stóðu Sofia og Anton sig vel.  Tennisliðið hefur nú lokið keppni.

 

Ekki var keppt í dag í frjálsum eða júdó. Keppni heldur áfram í flestum greinum en hægt er að fylgjast með á heimasíðu leikanna hér.

Myndir með frétt