Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

UMFÍ flytur í nýja skrifstofuaðstöðu

03.03.2023

 

Síðastliðnar vikur og mánuði hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á 3ju hæð Íþróttamiðstöðvarinnar að Engjavegi og aðstöðunni breytt verulega. Það er gaman að segja frá því að nú í febrúar flutti Þjónustumiðstöð UMFÍ í nýja og endurbætta aðstöðu þar og hafa því UMFÍ og ÍSÍ loksins sameinast undir sama þaki. Í gær fundaði framkvæmdastjórn ÍSÍ í nýjum fundar- og ráðstefnusal á sömu hæð og var því tækifærið notað til að færa Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, formanni UMFÍ, glaðning fyrir hönd stjórnar og starfsfólks ÍSÍ og bjóða UMFÍ velkomið í húsið. Af þessu tilefni kíkti stjórn ÍSÍ í óformlega heimsókn og skoðaði aðstöðu UMFÍ sem er mjög glæsileg.  

Aðstaðan er öll að verða sú glæsilegasta þrátt fyrir að framkvæmdir standi enn yfir en vonir standa til að þeim ljúki senn.  

Á meðfylgjandi myndum má sjá Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, og Jóhann Ingimundarson, formann UMFÍ, auk stjórnarmanna ÍSÍ og starfsfólks UMFÍ við þetta tækifæri.

Myndir með frétt