Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Yfirlýsing evrópskra íþróttamálaráðherra

13.02.2023

 

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í fjarfundi evrópskra íþróttamálaráðherra 10. febrúar sl. Tilefni fundarins var yfirlýsing Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) frá 25. janúar sl. um mögulega endurkomu íþróttafólks frá Rússlandi og Belarús í alþjóðakeppni undir hlutlausum fána.

Forseti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy ávarpaði fundinn. Zelenskyy undirstrikaði afstöðu Úkraínu og hvatti alþjóðasamfélagið að heimila ekki endurkomu þessara landa inn í alþjóðlega íþróttakeppni. Ráðherrar landanna voru einróma um að ekki væri tímabært að opna á þátttöku Rússlands og Belarús í Ólympíuleikum og annarri alþjóðakeppni.

Sameiginleg yfirlýsing fundarins.

Í frétt á vef ráðuneytisins kemur eftirfarandi fram:

„Ísland stendur áfram fast við fyrri yfirlýsingu sem samþykkt var á þessum vettvangi um stuðning við Úkraínu og að íþróttafólki frá þessum löndum verði óheimilt að taka þátt í alþjóðlegum mótum,“ sagði Ásmundur Einar í ávarpi sínu á fundinum. „Lítið bendir til þess að stríðið muni stöðvast á næstunni og því er það ekki tímabært að ræða endurmat á þátttöku þessara þjóða í alþjóðlegri keppni. Ísland getur því ekki stutt þá fyrirætlan IOC sem fram kemur í yfirlýsingu 25. janúar sl. Þess má einnig geta að norræn íþróttasambönd birtu sameiginlega yfirlýsingu 7. febrúar sl. sem tekur einnig undir þetta sjónarmið.“

Norrænir íþróttamálaráðherrar funduðu einnig þriðjudaginn 7. febrúar þar sem afstaða Norðurlandanna var til umræðu. Mikill samhljómur og samstaða var meðal landanna um málið.