Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Íþróttafólk Reykjavíkur

02.01.2023

 

Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur valið íþróttafólk ársins 2022 og Lið Reykjavíkur 2022.

Íþróttakona Reykjavíkur 2022 er Andrea Kolbeinsdóttir frjálsíþróttakona úr Íþróttafélagi Reykjavíkur og Íþróttamaður Reykjavíkur er Snorri Einarsson skíðagöngumaður úr Skíðagöngufélaginu Ulli.

Andrea er sigursælasti hlaupari kvenna á Íslandi 2022. Andrea var í 21. sæti á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Tælandi. Andrea náði einnig 2. sæti í sterku utanvegahlaupi í Wildstrubel í Sviss á árinu. Andrea hefur sýnt það á árinu að hún getur sigrað hlaup allt frá 5 km upp í 55 km. Andrea er  Íslandsmeistari í maraþoni, en hún sigraði Reykjavíkurmaraþonið á öðrum besta tíma kvenna frá upphafi. Þá er hún Íslandsmeistari í 5 km, 10 km og 8 km Víðavangshlaupi. Andrea sigraði í Laugaveghlaupinu á nýju brautarmeti kvenna, ásamt því að sigra öll stærstu hlaupin hér á landi eins og Tindahlaupið, Fimmvörðuhálshlaupið, Súlur Vertical, Snæfellsjökulhlaupið og fleira.

Snorri náði besta árangri skíðagöngumanns á Íslandi frá upphafi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Á Ólympíuleikunum náði hann 23. sæti í 50 km skíðagöngu með frjálsri aðferð, 29. sæti í 30 km skiptiganga, 36. sæti í 15 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og varð í 19. sæti í liða sprettinum. Snorri varð einnig í 13. sæti á alþjóðlegu FIS móti í 15 km með frjálsri aðferð. Snorri er einnig þrefaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu á árinu í 10 km göngu með frjálsri aðferð, 15 km með hefbundinni aðferð og í 1 km sprettgöngu. Þá sigraði Snorri einnig í 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu.

Meistaraflokkur karla Knattspyrnufélagsins Vals í handknattleik er Lið Reykjavíkur 2022.

Valur átti frábært tímabil og eru Íslands-, bikar- og deildarmeistarar 2022. Valsliðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu. Nýtt tímabil byrjar einnig vel hjá liðinu, þar sem þeir hafa aðeins tapað einum leik í deildinni. Einnig er Valsliðið að keppa í Evrópukeppninni þar sem þeir hafa staðið sig einstaklinga vel.

ÍSÍ óskar Andreu, Snorri og meistaraflokki karla í handknattleik hjá Val innilega til hamingju með titlana og árangurinn á árinu 2022.

Myndir/ÍBR.

Myndir með frétt