Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
10

Endurkoma knattspyrnufólks á völlinn eftir hásinarslit

06.10.2022

Dr. Chris Curtis hélt fyrirlestur  í HR í dag um endurkomu knattspyrnufólks á völlinn eftir meiðsli með hjálp faglegrar næringarráðgjafar.

Hásinarslit eru með langvinnustu meiðslum hjá atvinnufótboltafólki. Með nýjustu þekkingu í endurhæfingu, íþróttafræðum og næringarfræðum hefur verið hægt að stytta tímann sem endurhæfing tekur. Dr. Curtis tók dæmi um knattspyrnumann sem leikur í efstu deild á Englandi og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að slíta hásin. En með réttri næringarráðgjöf sem leikmaðurinn fékk frá því að meiðslin áttu sér stað og þangað til hann gat snúið aftur á völlinn liðu innan við sex mánaðir og á þeim tíma hafði leikmaðurinn bætt líkamlegt atgervi sitt til muna.

Í einfaldri mynd má segja að sú næringarráðgjöf sem leikmaðurinn fékk hafi fyrst og fremst snúist um að auka neyslu próteins og að bæta kollageni við næringuna. Þó svo að rannsóknin hafi snúist um að koma knattspyrnumanni sem fyrst út á völlinn eftir hásinarslit, þá má leiða að því líkum að hægt sé að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á aðra íþróttamenn.