Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Fundur norrænna sambanda um fyrirtækjaíþróttir

30.08.2022

 

Fundur norrænna sambanda um fyrirtækjaíþróttir fór fram á Grand Hótel Reykjavík um helgina og var ÍSÍ gestgjafi fundarins. Fundurinn átti að vera haldinn hér á landi árið 2020 en honum var frestað þar til núna vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningur fundarins var á höndum starfsmanna Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, þeirra Hrannar Guðmundsdóttur og Lindu Laufdal.

Á fundinn eru mættir fulltrúar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð til að ræða tækifæri og áskoranir varðandi íþróttaþátttöku fyrirtækja. Í flestum framangreindra landa eru sérstök sambönd fyrirtækjaíþrótta en á Íslandi er ekki það fyrirkomulag. Fulltrúar ÍSÍ hafa sótt fundi norrænu sambandanna um langt skeið enda annast Almenningsíþróttasvið ÍSÍ árlega stóra viðburði á sviði fyrirtækjaíþrótta, þ.e. Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið.

Á fundinum voru mörg fróðleg erindi. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir flutti fyrirlestur um nýjar áskoranir varðandi jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttum, dr. Viðar Halldórsson hélt erindi um félagslega þáttinn í íþróttum og fundarmenn fengu einnig fyrirlestur frá Margréti Lilju Guðmundsdóttir frá R&G um íslenska forvarnarmódelið.

Það er alltaf gagnlegt að hittast, bera saman bækur sínar, viðra nýjar hugmyndir og skoða tækifæri og áskoranir.