Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ

03.08.2022

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið gekk vel fyrir sig í ágætis veðri en um 1.000 þátttakendur á aldrinum 11-18 ára voru á mótinu með fjölskyldum sínum. Talið er að um 4-5.000 gestir hafi verið á mótssvæðinu um helgina. Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hlaut Fyrirmyndarbikarinn við slit mótsins en bikarinn er afhentur þeim gestum mótsins úr röðum sambandsaðila UMFÍ sem sýna prúðmennsku og eru til fyrirmyndar í einu og öllu á mótinu. Héraðssambandið Skarphéðinn hafði veg og vanda að framkvæmd mótsins að þessu sinni, ásamt sveitarfélaginu Árborg. 

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ voru viðstaddir setningu mótsins, föstudaginn 29. júlí. Forseti Íslands og mennta- og barnamálaráðherra ávörpuðu við setninguna sem og Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ.

Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki 2023.

Myndir/UMFÍ

 

Myndir með frétt